Fjölskyldan mín - Ný barnabók

Fjölskyldan mín - Ný barnabók

Nýverið kom út bókin Fjölskyldan mín sem fjallar um leikskólastrákinn Friðjón sem á tvær mömmur. Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar Valgerðardótturm, Lára Garðarsdóttir er höfundur mynda og Salka gefur út.

Um Fjölskylduna mína:

Fjölskyldan mín er skemmtileg bók sem opnar umræðu um ólík fjölskylduform og fagnar fjölbreytileikanum.

Fjölskyldan mín er fyrsta bók Ástu Rúnar Valgerðardóttur, sálfræðings. Lára Garðarsdóttir, handhafi barnabókaverðlauna IBBY, er höfundur mynda.

Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að fagna þeim fjölbreytileika sem finna má í fjölskyldum nútímans og fræða börn um ólík fjölskylduform í gegnum skemmtilega og lifandi sögu sem gerist í umhverfi sem börnin þekkja. Bókin opnar umræðu á milli barna og foreldra um lífið og tilveruna á leikskólanum og heima fyrir. Efnið er Ástu Rún afar hugleikið en hún er gift konu og þær eiga saman son á leikskólaaldri.

Allir leikskólar á landinu fá eintak. Samfélagssjóður Valitor styrkir útgáfuna.

Hægt er að panta bókina í vefverslun Sölku: Fjölskyldan mín

Hér má lesa nánari umfjöllun um bókina á visir.is: Mikilvægt að börn læri að fjölskyldur geta verið alls konar

Stöð 2 fjallaði líka um málið: