Opnum umræðuna um breytt fjölskyldumunstur

Opnum umræðuna um breytt fjölskyldumunstur

Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Anna Þórhildur Sæmundsdóttir vilja opna umræðuna um breytt fjölskyldumunstur en saman eiga þær tvær stelpur og þurfa reglulega að svara spurningum um hvort að systurnar séu í raun og veru systur og hver sé pabbinn.

Þær Anna og Sigríður Eir kynntust fyrir rúmum fjórum árum og ákváðu strax að þær vildu stofna fjölskyldu. Þær áttuðu sig fljótlega á því að fjölskylduformið yrði ólíkt því sem þær upplifðu sjálfar.

Þær leggja áheyrslu á það að þó að einhver maður úti í heimi gefi frumur verði sá ekki sjálfkrafa pabbi. „Það er í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi. Pabbi er alveg jafn mikilvægt og að vera mamma og það er sama ummönnunarhlutverk. Þegar börnin hætta að vera inni í mæðrunum þá jafnast þetta bara út. Þetta er sama manneskjan sem er að gefa þeim að borða og svæfa þau,“ segir Tótla. „Það að skila af sér sæði einhverstaðar í útlöndum og setja það í bolla gerir þig ekki að föður,“ segir Sigríður.

Vísir og Stöð 2 fjölluðu um málið með innslagi í Ísland í dag 6. nóv.: „Í raun lítillækkandi að segja að sæðisgjafi sé pabbi“