Allir íslendingar fari í HIV próf einu sinni á ævinni

Allir íslendingar fari í HIV próf einu sinni á ævinni

Mælt er með því að allir íslendingar fari í HIV próf einu sinni á ævinni. Það er verið að skima fyrir veirunni því það er betra að greina alla sem bera þessa veiru og setja þá á meðferð til að koma í veg fyrir að þeir smiti aðra sagði Bryndís Sigurðardóttir smitsjúkdómafræðingur í viðtali í þættinum Bítið á Bylgjunni og ræddi þar um málefni tengd HIV og Aids eins og þau standa í dag.

Hún ræddi hvernig ný lyf halda veirunni niðri þannig að hún er ekki mælanleg og þá ekki er hætta á að viðkomandi smiti aðra. Af þeim sem hafa geinst með smit á Íslandi eru yfir 95& á lyfjum og 98% þeirra með ómælanlegt veirumagn og þau smita ekki út frá sér.

Bryndís er einn ræðumanna á málþingi HIV-Ísland 1. desember og ræðir þar nánar um PREP sem forvörn við HIV. Önnur erindi fjalla um ábyrgð á eigin heilsu, HIV stigma, lífsgæði og ástand mála. Einnig verður fjallað um hraðgreiningarpróf og hægt verður að fara í HIV og lifrarbólgu C hraðpróf á staðnum.

Hlustið á viðtalið á visir.is: Lyf sem kemur í veg fyrir HIV smit margborgar sig

Nánar um málþingið: Alþjóðlegi alnæmisdagurinn föstudagur 1 desember