Guðjón Ragnar Jónasson | Sunnudagssögur

Guðjón Ragnar Jónasson
Guðjón Ragnar Jónasson | Sunnudagssögur

Guðjón Ragnar Jónasson menntaskólakennari var gestur í Sunnudagssögum á Rás 2 þar sem Hrafnhildur fær til sín góða gesti sem segja sögur úr lífi sínu, sögur sem á einhvern hátt hafa haft áhrif á líf þeirra og viðhorf.

Þar ræddi Guðjón uppvöxt í Breiðholti, sagði frá árunum í sveitinni á suðurlandi, áhuganum á bókmenntum og íslenskri tungu og síðan sagði hann frá nýrri bók sem hann var að senda frá sér og heitir Hin hliðin en þar er að finna grátbroslegar sögur úr leikhúsi næturlífsins á Laugaveginum og rifjar upp áfanga úr langri og strangri baráttu fyrir réttindum og sýnileika.

Hlusta má á viðtalið hér 1:16 inn í upptökuna: Sunnudagssögur