Eini gay grínistinn á landinu

Eini gay grínistinn á landinu

Jonathan Duffy eða Jono eins og hann er oftar kallaður flutti til Íslands 2015 og hefur getið sér gott orð sem grínisti og auk ótal verkefna sem þessi fjölhæfi maður hefur tekið að sér á ekki lengri tíma. Það er nokkuð síðan hann var síðast með sóló sýningu og kominn tími til að endurnýja kynninn og heyra hinn ástralska Jono segja frá hvað hans glögga gestsauga hefur greint í fari íslendinga og annað sem hefur á daga hans drifið. Má þar nefna að hann og Hugleikur hafa ferðast um Evrópu með uppistand, hann hefur stjórnað spjallþáttum, byrjað að æfa fyrir hálfmaraþon, ferðaðist til Ástralíu með franska kærastanum sínum og ýmislegt fleira.

Jono hefur gjarnan titlað sig sem eina gay grínistann á Íslandi og með honum kemur jafnframt fram eina lesbían í uppistandinu hérlendis, Kimi Tayler. Ekki missa af þessari sýningu.

Smellið hér til að sjá Facebook viðburðinn og hér fyrir miða á Tix.is