Vortónleikar Hinsegin kórsins

Vortónleikar Hinsegin kórsins

Hinsegin kórinn heldur vortónleika sína í Guðríðarkirkju laugardaginn 18. maí kl. 15. Miklu meira en orð er titill tónleikanna, enda eru kórfélagar sammála um að þær tilfinningar sem vakna við flutning kórtónlistar séu mun sterkari en innantóm orð. Halldór Smárason meðleikari kórsins lætur ekki sitt eftir liggja við að þétta litrófið með tónum frá flyglinum. Á tónleikunum flytur kórinn tónlist í öllum regnbogans litum. Þar má heyra ómstríða kórútsetningu á lagi rokksveitarinnar Nirvana, ljúfan söng um von um betra líf handan regnbogans og ekki síst frumflutning á lagi eftir Helgu Margréti Marzellíusardóttur, stjórnanda kórsins, sem leiðir kórinn yfir svart gólf á leiðinni til regnbogans.

Hinsegin kórinn var stofnaður síðsumars 2011 og hefur vaxið og dafnað allar götur síðan. Markmið kórsins er að vera fordómalaus vettvangur fólks til að hittast og njóta söngs saman; vinna að þátttöku hinsegin fólks í menningarlífinu; vera jákvæð fyrirmynd og stuðla að sýnileika hinsegin fólks, eins og segir á heimasíðu kórsins.

Kórstjóri er sem fyrr Helga Margrét Marzellíusardóttir og píanóleikari er Halldór Smárason.

Miða á tónleikana má nálgast inn á tix.is

Heimasíða kórsins: hinseginkorinn.is

Facebook síða kórsins: facebook.com/hinseginkorinn

Nýlegar greinar