Curious, nýr LGBT+ bar, klúbbur og kaffihús

Curious, nýr LGBT+ bar, klúbbur og kaffihús

Nýverið var opnaður nýr queer skemmtistaður sem ber það skemmtilega nafn Curious. Staðurinn er staðsettur í Hafnarstræti 4 eða þar sem Dubliner var eitt sinn til húsa. Staðurinn hefur allur verið tekinn í gegn og er glæsilegur.

Curious er á tveimur hæðum og frá fimmtudegi til laugardags sjá helstu plötusnúðar landsins um tónlistana. „Það verður skemmtistaður, eða klúbbur, á efri hæðinni, og svo vegan kaffihús og bar á neðri hæðinni,“ sagði Ragnhildur í samtali við Fréttablaðið. „Þetta er viðbót við flóruna. Það vantaði alveg svakalega. Það hefur verið mikil eftirspurn og það eru allir rosalega ánægðir með að þetta sé að bætast við“.

„Það verða DJ-ar á föstudögum og laugardögum og opið til hálf fimm. Það verður popp og tónlist sem allir þekkja, en svo önnur kvöld verður sérvalin dagskrá“, svo sem bingó, drag og karókí.

Curious einnig vegan kaffihús og vegan veitingastaður er væntnlegur á neðri hæð hússins. Curious er mikilvæg viðbót fyrir homma, lesbíur, tvíkynhneigða og alla “queer” senuna. Rekstrarstjóri Curious er Ragga Holm sem hún hefur verið ansi áberandi í íslensku tónlistarsenunni að undanförnu. „Staðurinn er opinn alla daga vikunnar og er fólk velkomið að sækja um að fá að halda viðburði”. Staðurinn flokkast sem queer, eða hinsegin staður, en er vinveittur gagnkynhneigðum.

Sjá einnig:

Myndir af Instagram og Facebook Curious auk gayice.is