Öflug starfsemi hjá Hinsegin Ladies Night

Öflug starfsemi hjá Hinsegin Ladies Night

Hinsegin Ladies Night nefnist hópur sem hefur verið með öfluga starfsemi allt frá því þær komu fyrst saman fyrir ári. Hugmyndin á bakvið félagasamtökin Hinsegin Ladies Night er að koma saman konum og kynsegin einstaklingum sem heillast að konum á öllum aldri, bi, pan, lesbiur, forvitnar og allt þar á milli og utan.

Þær hafa einnig verið öflugar á Instagram í Covid samkomubanninu með “insta story take over” þar sem yfir 60 einstaklingar hafa komið inn og sagt frá sinni sögu og sínu lífi sem hinsegin manneskjur.

Í tilefni 1 árs afmælis Hinsegin ladies night, er stefnt á útilegu þann 12-14.júní næst komandi. Sjá nánar hér: Hinsegin Ladies Night Camping og hér

Hinsegin Ladies Night á Instagram: Hinsegin Ladies Night