The Hump Day Social - 1. september

The Hump Day Social - 1. september

Mánaðarlega hittast hommar og njóta félagsskapar hvers annars á viðburði sem nefnist Hump Day Social. Viðburðurinn sem átti að vera á Hinsegin Dögum féll niður vegna takmarkana en næsta miðvikudag 1. september ætla menn að eiga glaða stund á Petersen Svítunni.

Meðal gesta gætu verið gestir Reykjavík Bear hátíðarinnar sem byrjar daginn eftir og stendur frá 2. til 5. september.  Bangsafélagið er félag bangsa og vina þeirra og hlutverk félagsins er m.a. að bæta sýnileika bangsa í samfélaginu, vekja máls á mánefnum eins og líkamsímynd og halda árlega bangsahátíð undir nafninu Reykjavík Bear og er arftaki Bears on Ice viðburðarins. 

 

Þessir viðburðir Hump Day Social hafa sannarlega verið skemmtileg nýbreytni í félagslífinu og vel sóttir af fjölbreyttum hópi á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Það eru allir opnir fyrir að kynnast nýju fólki þarna svo það er ekkert mál að koma einn þó þú þekkir ekki neinn.

Mánaðarlega velja skipuleggjendur nýjan stað og kynna staðsetninguna í lokuðu Facebook grúppunni: The Hump Day Social og opnu grúppunni Hommaspjallið. Kokteill kvöldsins er hannaður með viðkomandi bar og oftast eru Happy Hour verð í boði.

Viðburðirnir eru fyrir karlmenn yfir 20 ára og upp úr, hvort sem þeir drekka áfengi eða ekki, óháð því hvort þeir séu á lausu eða í sambandi - opnu eða lokuðu, poly, bdsm eða hvað, bara meðan þeir laðast að öðrum karlmönnum.