RVK BEAR - strákaböll

RVK BEAR - strákaböll

Reykjavík Bear hátíðin byrjar 2. september og stendur til 5. september. Nokkur fjöldi gesta er væntanlegur til landsins til að skemmta sér og öðrum ásamt því að kynnast landi og þjóð. Þrjú kvöld í röð verða men only party og reyndar líka á miðvikudeginum þegar þeim sem koma snemma bíðst að koma á Humpday Social. Öll kvöldin eru opin gestum jafnt sem þáttakendum RVK BEAR. Miðvikudag og fimmtudag er frítt inn en selt inn á föstudag og laugardagskvöld.

 

Opnunarpartý 2. september
Húrra bar, Tryggvagötu 22 frá 7:30. Komið og blandið geði við þáttakendur RVK BEAR og aðra í rólegri bar stemningu.

 

Föstudagspartý Reykjavík Bear verður haldið á Gauknum föstudaginn 3. september

Allir bangsar, birnir, stórir strákar, loðnir strákar, vinir og aðdáendur þeirra eru velkomnir á þennan viðburð fyrir alla karla, bæði sís og trans!

DJ Mighty bear sér um tónlististina og sér til þess að það sé rétt stemming allt kvöldið!

 

Laugardagspartý Reykjavík Bear 4. september

Laugardagspartý Reykjavík Bear er aðal viðburður hátíðarinnar og verður það haldið á þriðju hæð Iðusala við Lækjargötu laugardaginn 4. september! Allir bangsar, birnir, stórir strákar, loðnir strákar, vinir og aðdáendur þeirra eru velkomnir á þennan viðburð fyrir alla karla, bæði sís og trans!

DJ Kris Witha K frá Manchester hefur kvöldið með réttu tónunum til að koma okkur í gírinn.

Um 9 leitið fáum við svo seiðandi skemmtiatriði fra Gógó Star og félögum.

Svo mun DJ Siggi Gunnars taka við fjörinu og halda okkur í góðum gír fram til lokunar.

 

 

Um Reykjavík Bear hátíðina

"Á hverju ári koma Bangsar, vinir og aðdáendur þeirra allstaðar að úr heiminum og njóta samveru, vinskapar og náttúru Íslands.

Á föstudags og laugardagskvöld höldum við partý fyrir bangsana og bjóðum íslenskum böngsum og aðdáendum þeirra að koma og skemmta sér með okkur og gestum okkar. Einu kröfurnar eru að gestir séu opnir fyrir fjölbreyttum líkömum og hvers konar líkamsskömmun er með öllu óvelkomin og svo er þetta augljóslega viðburður ætlaður hinsegin karlmönnum fyrst og fremst, bæði sís og trans.

Við viljum skapa rými fyrir bangsa og aðdáendur þeirra til að skemmta sér saman á sínum forsendum og við bjóðum þér að vera með.

Komdu með á Reykjavík Bear!"

 

Miðasala

Miðar seldir á Hinsegin kaupfélaginu hinseginkaupfelagid.is eða við hurð og kostar 2.500 kr. sem fer alfarið til reksturs hátíðarinnar og Bangsafélagsins sem heldur utan um hátíðina.

Einnig hægt að kaupa Party Passa á öll kvöldin og fá bol hátíðarinnar með: RVKBEAR PARTY PASS

Reykjavík Bear er ný árleg bangsahátíð í Reykjavík og er hátíðin arftaki Bears on Ice sem var haldin 2005-2019.

 

Tilboð á orginal BEARS ON ICE bolum

Við eigum enn til sölu orginal BEARS ON ICE boli í 10 mismunandi útgáfum og öllum stærðum frá S upp í XXXL. Með því að nota afsláttarkóðann "rvkbear" býðst þriðjungs afsláttur og ef valið er "local pickup" komum við með bolina á viðburðina þar sem þú getur sótt þá. Hægt er að ganga frá greiðslu í vefverslun eða borga með peningum við afhendingu (2500 kr. - enginn posi - veljið "cash on delivery" greiðslumátann).

Skoðið úrvalið í vefverslun okkar á shop.gayice.is.

 

Tengdar greinar

Nýlegar greinar