Vera - félag hinsegin kvenna og kvára hefur starfað frá 2019, félagið skipuleggur viðburði og hittinga hinsegin kvenna og kvára til að styrkja samfélag þeirra og vináttu.
Félagið er með Facebook síðu og Instagram reikning sem virðist virkari núna. Undanfarið hefur nýtt fólk í stjórn verið að kynna sig á Instagram Story.
Framundan hjá félaginu er fyrsti viðburðurinn 2023 sem verður göngutúr og lautarferð í Öskjuhlíð mánudaginn 29. maí:
Endilega komið með okkur í göngutúr og í lautarferð á mánudaginn, 29 maí, til að byrja fyrsta viðburð okkar á þessu ári. Vera er samfélag fyrir hinsegin konur og kvára.
Við munum hittast á bílastæðinu hjá Perlunni klukkan 14:00 og labba í gegnum skóginn í Öskjuhlíð, sem endar í lautarferð í Nauthólsvík! Endilega komið með snarl til þess að deila, og ekki hika við að koma með sundföt ef þig langar að skella þér í sund. Hundar í bandi eru velkomnir með.
Ef þig langar einungis að koma í lautarferðina þá ætti hún að byrja um 15:00 leitið í Nauthólsvík, það er hægt að leggja bílnum hjá ströndinni.
Dagsetning: Mánudagurinn, 29 maí
Staðsetning: Hittast á bílastæði Perlunnar, endum í Nauthólsvík í lautarferð
Tími: 14:00
Muna að klæða sig eftir veðri #hinseginvera #lgbtq #queer
Fylgist með þeim á Facebook og Instagram.
View this post on Instagram