LOKI- félagsskapur hinsegin karla og kvára

LOKI- félagsskapur hinsegin karla og kvára

Loki er félagsskapur hinsegin karla og kvára og er ætlaður þeim sem vilja kynnast fólki innan samfélgsins okkar, hitta fólk og bara almennt hafa gaman. Loki hefur starfað frá 2022 og skipulagt ýmsa skemmtilega viðburði og framundan hjá þeim er viðburðurinn Förðunarnámskeið Loka & Úlfars 25. maí.

Hefur þig langað til að læra smá dagförðun en veist ekki hvar á að byrja. Viltu stundum hafa þig til fyrir partý kvöldsins en það þyrmir yfir þig í förðunardeildinni í Hagkaupum? Ekkert mál!

Við kynnum förðurnarkvöld Loka. Fimmtudaginn 25. maí fáum við til okkar förðunarfræðinginn Úlfar Viktor Björnsson sem mun kenna þátttakendum kvöldsins undirstöðuatriðin í dag- og djammförðun fyrir karla- og kvár.

Kostnaður við námskeiðið er 3900 krónur per einstaklingur.

Fyrir námskeiðið munum við senda á þátttakendur lítinn innkaupalista fyrir þær vörur sem gott er að hafa með sér á námskeiðið.

Aðeins takmörkuð sæti í boði.

Hægt er að skrá sig hér: https://forms.gle/5fSMeNyP1SdFLS9y5
Staðsetning Suðurgata 3
Tímasetning 20:00 - 22:00
Gott aðgengiFylgist með Loka á Facebook síðunni: LOKI- félagsskapur hinsegin karla og kvára

Tengdar greinar