The Hump Day Social - mánaðarlegur viðburður fyrir homma

The Hump Day Social - mánaðarlegur viðburður fyrir homma

Mánaðarlega hittast hommar og njóta félagsskapar hvers annars á viðburði sem nefnist Hump Day Social eða mið-vikudags hittingur. Þeir Todd Kulczyk og Andres Pelaez komu með þennan skemmtilega sið til landsins 2017 en í dag er það Harald Schaller sem sér um að skipuleggja viðburðina. Mánaðarlega er valinn nýr staður og staðsetningin kynnt í lokuðu Facebook grúppunni: The Hump Day Social og stundum Facebook síðunni okkar eða í opnu grúppunni Hommaspjallið sem við mælum með að allir gay og bi karlar skrá sig í.

Staðarhaldari útbýr gjarnan sérstakan kokteil í tilefni dagsins og þar sem viðburðirnir eru frá kl. 19:00 til 22:00 hittir það oft líka á Happy Hour. Allir karlmenn 20 ára og eldri eru velkomnir, hvort sem þeir drekka áfengi og eða ekki, eru einstaklingar eða pör (í opnum eða lokuðum samböndum), poly eða bdsm. Eiginlega þarftu bara að vera hommi. Tilgangurinn er að skapa jákvætt rými fyrir homma til að komast í gegnum vikuna, lyfta glasi, njóta góðs félagsskapar og kannski stækka vinahópinn.

Næsti hittingur verður 24. maí á Kalda bar, það er engin dagskrá menn bara spjalla sín á milli svo það er hægt að koma hvenær sem er milli kl. 19 og 22.

Þar sem hópurinn er með prívat skráningu hjá Facebook þarf líklega Facebook vinur að bjóða þér í hana, það er um að gera að mæta og vonandi kynnast nýjum vinum.