Vera & Loki skella sér á BARBIE myndina

Vera & Loki skella sér á BARBIE myndina

Sumir hægri menn í Bandaríkjunum eru alveg að tapa sér yfir nýju Barbie myndinni, sjá henni ýmislegt til foráttu og vara fólk við að leyfa stúlkum að sjá á myndina. Hlutverk kynjanna eins og þau koma fyrir í myndinni trufla þá mikið, einnig að trans kona leiki eitt Barbie hlutverkið, Ken þykir ekki nógu karlmannlegur í háttum og í ofanálag saka þeir myndina um kommúnískan áróður vegna korts sem kemur fyrir.

Nú hafa félögin Loki og Vera skipulagt viðburð til að „sjá myndina sem er að setja íhaldið í Bandaríkjunum á hliðina með sínu trans propaganda! Barbie kvikmyndin er mætt á svæðið og ekki hægt annað en að Vera & Loki taki höndum saman og skelli sér á myndina!“

Nánar um viðburðinn hér: BARBIE - Vera & Loki

Hvar: Smárabíó

Hvenær: Þriðjudaginn 25 júlí kl. 20:00

Hvernig: Hittumst við rúllustigann 19:45. Hvert og eitt sér um að kaupa sinn aðgöngumiða.

Mælum með að tryggja sér miða sem fyrst.

Hlökkum til að sjá þig!

 

Nánar um félögin:

LOKI- félagsskapur hinsegin karla og kvára

https://www.facebook.com/hinseginloki

VERA - hinsegin félag kvenna og kvára

https://www.facebook.com/hinseginvera

https://www.instagram.com/hinseginvera/