Fyrsta skáldsaga Ingileifar Friðriksdóttur kom nýverið út. Ljósbrot er áhrifarík saga um ástina og leitina að sjálfinu.
„Þegar þú stendur frammi fyrir sannleikanum eða ímyndinni, hvort velurðu?
Kolbrún er farsæll framkvæmdastjóri, hamingjusamlega gift og fjölskyldumyndin gæti auðveldlega fylgt rammanum úti í búð. Þegar hún býður sig fram til forseta fer af stað atburðarás sem hún hefði aldrei getað séð fyrir og kastljósið þvingar hana til að líta inn á við og takast á við stórar spurningar.
Dóra er nýbyrjuð í menntaskóla og er að fóta sig í nýjum heimi. Eins og það sé ekki nógu flókið fyrir þá þróar Dóra með sér tilfinningar til bekkjarsystur sinnar og af stað fer örlagarík atburðarás. “
Fjallað var um bókina í Lestrarklefanum:
„Um er að ræða fyrstu skáldsögu höfundar en áður hefur hún gefið út nokkrar barnabækur ásamt Maríu Rut Kristinsdóttur, eiginkonu sinni, þeirra á meðal er Úlfur og Ylfa – Ævingýradagurinn. Ingileif og María Rut eru þekktar baráttukonur fyrir réttindum hinsegin fólks og hafa meðal annars haldið úti fræðsluvettvanginum Hinseginleikanum. Rauði þráðurinn í barnabókum þeirra hefur verið að fagna fjölbreytileikanum með fjölbreyttari birtingarmyndum.“
„Tvær sögur eru í gangi í bókinni Ljósbrot, annars vegar er það saga Kolbrúnar sem er farsæll framkvæmdastjóri og fjölskyldukona en hún er í forsetaframboði og hins vegar er það Dóra, sem er að feta sig á fyrsta ári í menntaskóla. Í báðum tilfellum þurfa konurnar að horfast í augu við sig sjálfar þegar óvæntar tilfinningar gera vart við sig.“
Bókin er fáanleg hjá útgefanda: