Andið eðlilega | And Breathe Normally

Andið eðlilega | And Breathe Normally

Andið eðlilega

  • Leikstjóri: Ísold Uggadóttir
  • Framleiðendur: Skuli Fr. Malmquist, Inga Lind Karlsdóttir, Annika Helström
  • Handrit: Ísold Uggadóttir
  • Kvikmyndataka: Ita Zbroniec-Zajt
  • Aðalhlutverk: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo, Patrik Nökkvi Pétursson

Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Báðar eru þær samkynhneigðar en það er þó ekki útgangspunktur myndarinnar.

Leikstjórinn Ísold Uggadóttir var valin besti alþjóðlegi leikstjórinn á lokahátíð Sundance-kvikmyndahátíðarinnar í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mynd hennar „Andið eðlilega“ hefur hlotið lof gagnrýnenda en hún var frumsýnd á á hátiðinni.

Sjá frétt á visir.is: Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni

Mynd: VÍSIR/AFP
Mynd: VÍSIR/AFP

 

Umfjallanir

Ísold Uggadóttir leiksjóri ræddi tilurð myndarinnar í Harmageddon og annar þáttastjórnandinn kom því að að þetta væri líklega besta íslenska kvikmyndin sem hann hefði séð. Harmageddon - Langaði að segja þessa sögu

Á facebook síðu myndarinnar er fjallað um umfjallanir og umsagnir: Andið eðlilega

RÚV hefur fjallað ítarlega um myndina: Andið eðlilega

Umfjöllun á visir.is: Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum

Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. Myndin varpar ljósi á fáttækt, fíkn, sársauka, málefni flóttamanna, samkynhneigðra og martraðirnar sem fylgja skriffinsku og kerfisreglum, og hvort samkenndina sé að finna á örlagastundu hjá hinum ólíklegasta aðila.

 

Nokkur myndir

 

 

 

 

 

 

 

Andið eðlilega | And Breathe Normally
Watch the video

Andið eðlilega | And Breathe Normally

Andið eðlilega

  • Leikstjóri: Ísold Uggadóttir
  • Framleiðendur: Skuli Fr. Malmquist, Inga Lind Karlsdóttir, Annika Helström
  • Handrit: Ísold Uggadóttir
  • Kvikmyndataka: Ita Zbroniec-Zajt
  • Aðalhlutverk: Kristín Þóra Haraldsdóttir, Babetida Sadjo, Patrik Nökkvi Pétursson

Andið eðlilega fléttar saman sögum tveggja ólíkra kvenna, hælisleitanda frá Gíneu-Bissá og ungrar íslenskrar konu sem hefur störf við vegabréfaskoðun á Keflavíkurflugvelli. Leiðir þeirra liggja saman á örlagastundu í lífi beggja og tengjast þær óvæntum böndum. Báðar eru þær samkynhneigðar en það er þó ekki útgangspunktur myndarinnar.

Leikstjórinn Ísold Uggadóttir var valin besti alþjóðlegi leikstjórinn á lokahátíð Sundance-kvikmyndahátíðarinnar í Utah í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Mynd hennar „Andið eðlilega“ hefur hlotið lof gagnrýnenda en hún var frumsýnd á á hátiðinni.

Sjá frétt á visir.is: Ísold vann til verðlauna á Sundance-kvikmyndahátíðinni

Mynd: VÍSIR/AFP
Mynd: VÍSIR/AFP

 

Umfjallanir

Ísold Uggadóttir leiksjóri ræddi tilurð myndarinnar í Harmageddon og annar þáttastjórnandinn kom því að að þetta væri líklega besta íslenska kvikmyndin sem hann hefði séð. Harmageddon - Langaði að segja þessa sögu

Á facebook síðu myndarinnar er fjallað um umfjallanir og umsagnir: Andið eðlilega

RÚV hefur fjallað ítarlega um myndina: Andið eðlilega

Umfjöllun á visir.is: Andið eðlilega: Kraftur og einlægni í náttúrulegum umbúðum

Andið eðlilega er fallega sögð saga um fólk sem er á sinn hátt einangrað, með vonina tæpa og þráir betra líf en aðstæður bjóða upp á, þó ekki nema bara skárri morgundag. Myndin varpar ljósi á fáttækt, fíkn, sársauka, málefni flóttamanna, samkynhneigðra og martraðirnar sem fylgja skriffinsku og kerfisreglum, og hvort samkenndina sé að finna á örlagastundu hjá hinum ólíklegasta aðila.

 

Nokkur myndir