Það vissu það fæstir þegar lagið Hr. Reykjavík kom út að það væri sungið af samkynhneigðum manni en seinna veltu menn því fyrir sér hvort þetta sé ekki fyrsta íslenska „gay lagið" eins og Tómas M. Tómasson bassaleikari Stuðmanna minntist á í viðtali við Morgunblaðið 2014.
– Hvernig mótaðist tívolí-konseptið sem platan og textarnir byggjast á?
„Ég er ekki höfundur laga á plötunni en geri ráð fyrir að þeir hafi verið búnir að hgsa þetta konsept nokkuð áður; þetta var ákveðin þjóðfélagsrýni, vísað í það sem var að gerast á Íslandi. Það var ákveðið að þetta yrði konseptplata svipað og Sumar á Sýrlandi, en það er alvarlegri og dekkri tónn á þessari plötu. Hin var hrein gleðiplata.“
– Þú birtist á myndum í líki fjallkonunnar?
Tómas hlær. „Það var tilviljun, held ég. Það var reynt að búa til karaktera úr okkur öllum en þetta átti ágætlega við því ég söng lagið „Herra Reykjavík“ á plötunni. Menn eru að velta sér upp úr því í dag að þetta hafi verið fyrsta íslenska „gay lagið“! Við það var gert myndband sem Sjónvarpið lét því miður stroka út, en þar er ég í fjallkonubúningnum að gæla við Valgeir Guðjónsson sem situr á sundskýlu í hárþurrku.“
Stuðmenn - Tívolí
[1976]
Hr. Reykjavík
mikið ert'í fínum jakka
voða ert'í flottum buxum
rosa ert'í fínum skóm
ó ó ó ...
herrararara reykjavík
ó ó ó ...
herra reykjavík
þrumu ert'í smartri skyrtu
skæsleg læri loðin bringa
djöfull ert'í grúví skýlu
ó ó ó ...
ofsa hefurðu stóra vöðva
hrokkinn koll og dimmblá augu
æðislegur sjúddiralli
dúndur ertu töff
ó ó ó ...
ofsa ertu góður gæi
herra reykjavík