Gleðigangan / Reykjavik Pride 2025 svipmyndir

Gleðigangan / Reykjavik Pride 2025 svipmyndir

Hér eru svipmyndir frá Gleðigöngunni 9. ágúst 2025 og þar sem stillt var upp fyrir gönguna.

Gleðin skein úr andlitum þáttakenda og gesta þó undirtónninn væri alvarlegur í sumum atriðunum. 

Það eru Hinsegin dagar sem skipuleggja gönguna ásamt fjölda annarra viðburða og hér er þeirra lýsing:

„Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín. Gangan er í senn kröfuganga hinsegin fólks, sem kallar eftir jafnrétti, vitundarvakningu og útrýmingu mismununar, sem og vettvangur til að fagna því sem hefur unnist í baráttunni.“

„Hinsegin dagar skipuleggja gleðigönguna en atriðin sjálf eru sprottin úr grasrótinni og einstaklingar og hópar geta skipulagt atriði og skráð sig til þátttöku í göngunni.“

Myndirnar tók Páll Guðjónsson sem hefur tekið myndir af gleðigöngunni fyrir GayIce.is síðan 2004 og má skoða þróun göngunnar í myndagalleríunum á www.gayice.is ásamt myndum og myndböndum frá fjölda annarra viðburða á senunni. Sjá www.gayice.is/pictures. Unnið er að því að bæta þessu efni á þennan vef.

Smellið á mynd til að sjá hana í fullri stærð. Síðan er hægt að flétta myndunum eða láta þær spila sjálfkrafa með því að opna eina í fullri stærð og ýta á play hnappinn efst til hægri.