Tom of Finland | RIFF

Tom of Finland | RIFF Tom of Finland | RIFF
Watch the video

Tom of Finland | RIFF

Tom of Finland hefur fengið formlega útnefningu sem framlag Finnlands til Óskarsverðlauna. Myndin er eftir Dome Karukoski og verður ein burðarmynda á sérstökum finnskum fókus á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík í ár.


Þess má geta að það er Ingvar Þórðarson sem framleiðir myndina, þannig ef til verðlauna kæmi ættum við Íslendingar okkar fulltrúa á rauða dreglinum. Svo má alls ekki gleyma Hildi Guðnadóttur sem sér um tónlistina í myndinni og heldur uppteknum hætti með glæsilegri frammistöðu á sviði kvikmyndatónlistar en tónlistin í Tom of Finland hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda.Myndinni hefur gengið vel á kvikmyndahátíðum og hlaut m.a. FIPRESCI-verðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg og er tilnefnd af Evrópsku kvikmyndaakademíunni sem besta evrópska myndin fyrir árið 2017.

Tom of Finland er ævisöguleg kvikmynd um Touko Laaksonen, sem öðlaðist heimsfrægð á 8. og 9. áratugi síðustu aldar fyrir teikingar sínar en fram að því höfðu verk hans farið víða meðal samkynhneigðra sem þurftu þá að glíma við ströng skilyrði ritskoðunar, bæði í Bandaríkjunum og í Evrópu. Teikningar hans hafa haft gríðarlega mikil áhrif í ímyndarsköpun og tísku samkynhneigðra karlmanna og má til að mynda benda á framkomu og klæðnan einstaklinga á borð við Freddy Mercury og Páls Óskars Hjálmtýssonar í því samhengi. Verk Laaksonen hafa verið sýnd á MoMA í New York, Art Institute of Chicago, The Museum of Contemporary Art í Los Angeles og í Nýlistasafninu í Turku í Finnlandi svo fátt eitt sé nefnt.


Í tengslum við sýningu myndarinnar á RIFF verður einnig sett upp sýning með teikningum Laaksonen í Háskólabíó á meðan hátíðinni stendur.

Nánari upplýsingar: Riff.is