Drag-Súgur - Extravaganza 2016

Drag-Súgur - Extravaganza 2016

Drag-Súgur Extravaganza var yfirskrift sýningarinnar þegar Drag-Súgur kom fram í fyrsta skipti á Hinsegin Dögum í Reykjavík 2 ágúst 2016 í Iðnó.

Svona hljómaði kynningartextinn í Tímariti Hinsegin Daga:

"Dragsúgur í fyrsta skipti á Hinsegin dögum í Reykavík! Síðasta árið hefur Dragsúgur skemmt sístækkandi hópi aðdáenda með kynngimögnuðum dragsýningum sem hafa breytt íslensku senunni að EILÍFU! Drottningarnar hafa fengið ársbirgðir af glimmeri og kóngarnir eru allir í fjarþjálfun hjá helstu heilsuræktarfrömuðum heims. Glamúr, uppistand, ævintýri og kynþokki í ómældu magni flæðir um allt. Dragsúgur Extravaganza hefur nóg handa öllum. Svo upp með pallíetturnar og hælana og byrjaðu Hinsegin daga með stæl. En mundu … að setja öryggið á oddinn!"

Hér eru nokkrar svipmyndir frá þessari Extravaganza sýingu. Smellið á mynd til að sjá hana í fullri stærð. Síðan er hægt að flétta myndunum eða láta þær spila sjálfkrafa.


 sýna stemninguna.

Myndir: Páll Guðjónsson