Gleðigangan / Reykjavik Pride 2018 svipmyndir

Gleðiganga Reykjavik Pride 2018
Gleðigangan / Reykjavik Pride 2018 svipmyndir

Hér eru svipmyndir frá Gleðigöngunni 11. ágúst 2018 ásamt nokkrum myndum teknar meðan var verið að stilla upp og af útihátíðinni í Hljómskálagarðinum á eftir göngunni.

Gleðin skein úr andlitum þáttakenda og gesta þó undirtónninn væri alvarlegur í sumum atriðunum. 

Það eru Hinsegin dagar sem skipuleggja gönguna ásamt fjölda annarra viðburða og hér er þeirra lýsing:

Gleðigangan er hápunktur Hinsegin daga. Í henni sameinast lesbíur, hommar, tví- og pankynhneigðir, trans fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin einstaklingar í einum hópi ásamt fjölskyldum sínum og vinum til að staðfesta tilveru sína og minna á baráttumál sín.

Útihátíð í Hljómskálagarðinum. Litríkasta skemmtunin!
Útihátíð Hinsegin daga 2018 verður í Hljómskálagarðinum. Þar koma fram glæsilegir skemmtikraftar og litríkar hljómsveitir sem fagna fjölbreytileikanum með gleði og söng. Um er að ræða eina fjölsóttustu útiskemmtun á Íslandi þar sem allir eru velkomnir og allir mega syngja með. Gestum í hjólastólum er bent á að nýta sér sérstakan aðgengispall fyrir framan sviðið. Athugið að takmarkað pláss er á pallinum og því er rétt að mæta tímanlega.

Myndirnar tók Páll Guðjónsson sem hefur tekið myndir af gleðigöngunni fyrir GayIce.is síðan 2004 og má skoða þróun göngunnar í myndagalleríunum á www.gayice.is ásamt myndum og myndböndum frá fjölda annarra viðburða á senunni. Sjá www.gayice.is/pictures

Smellið á mynd til að sjá hana í fullri stærð. Síðan er hægt að flétta myndunum eða láta þær spila sjálfkrafa.

Nýlegar greinar