Hlaðvarp RÚV núll | Saga gleðigöngunnar rifjuð upp

Hlaðvarp RÚV núll | Saga gleðigöngunnar rifjuð upp

Í tilefni 20 ára afmælis Hinsegin daga og 50 ára afmælis Stonewall-uppþotanna ætlar RÚV núll að fjalla um hinar ýmsu hliðar hinseginleikans í sex þátta hlaðvarps seríu um sem Ingileif Friðriksdóttir stofnandi Hinseginleikans mun stýra. Þar mun Ingileif á næstu vikum kafa ofan í ýmis málefni og tala við áhugavert fólk.

Hinsegindagar hér á landi hafa vaxið og dafnað í gegnum árin og eru orðnir órjúfanlegur hluti okkar menningar. Í fyrsta þætti Hinseginleikans ræðir Ingileif við Pál Óskar Hjálmtýrsson um upphaf Hinsegin daga, Gleðigöngunnar og hvernig vagnar hans þróuðust frá vænni brúðartertu þar sem hann og Coco trjóndu á toppinum yfir í ógleymanlega skúlptúra eins og svaninn, víkingaskipið, einhyrninginn, risa skó og ljóstrar í lok þáttar upp um vagninn í ár og tímamót á næsta ári.

Hlustið á fyrsta þáttinn á RÚV núll hér: Bjóst við fáum í fyrstu gleðigönguna eða á Spotify hér: Hinseginleikinn

Á myndinni sést Coco í iconic pósu á tertunni góðu 2003 áður en gangan fór af stað og á samsettu myndinni eru Páll Óskar og Ingileif og Páll Óskar að klífa tertuna góðu í grenjandi rigningunni 2003.

Myndir Ingileif og Ingi Hans.