Hvað er samkynhneigð?

Samkynhneigð er kynferðisleg og tilfinningaleg löngun til samneytis við aðra einstaklinga af sama kyni.

Fólk uppgötvar samkynhneigð á mismunandi tímum ævinnar, sumt samkynhneigt fólk segjast hafa vitað af kynhneigð sinni fyrir kynþroska, annað fólk virðist uppgötva kynhneigð við byrjun kynþroska þegar unglingar finna fyrir áhuga á einstaklingum af sama eða gagnstæðu kyni. Þessi áhugi veldur því að unglingar fara að prófa sig áfram með samskipti og nánd hvert við annað. Unglingar með áhuga á sama kyni eiga þó oft í erfðileikum með slíkar prófanir því þau vita ekki hvort aðrir í félagahópnum séu með samskonar áhuga eða yfirleitt hvort þeim sé óhætt að sýna slíkan áhuga. Þannig einangrast margir unglingar á mjög mikilvægu þroskaskeiði því þau þora ekki að sýna þeim áhuga sem þau eru hrifin af.

Margt bendir til þess að karlar hafi fastari eða mótaðri hugmyndir um eigin kynhneigð en konur.  Rannsóknir á núverandi viðhorfum styðja þessa ályktun, en rannsóknir hafa einnig sýnt að karlar vilja frekar en konur tilheyra skilgreindum hópi samkynhneigðra. Þannig virðast vera meiri líkur á að karl sem ekki er gagnkynhneigður skilgreini sig samkynhneigðan en að kona sem ekki er gagnkynhneigð skilgreini sig tvíkynhneigða, með flæðandi kynhneigð, aðra tegund kynhneigðar eða vilji ekki nota slíka merkimiða yfir höfuð. Umfjöllun um þetta er að finna á vef Sálfræðinganna Lynghálsi.