Er Epalhommi orð ársins 2017?

Er Epalhommi orð ársins 2017?

Það er spurning hvort Epalhommi verði kosið orð ársins 2017. Það er meðal tíu orða sem hægt er að kjósa um og er dæmi um orð sem notað er í niðrandi merkingu um samkynhneigða og þeir grípa á lofti og henda til baka sem jákvæðu orði. Þetta hefur líklega aldrei gerst jafn hratt því líklega gerðist þetta allt á einum sólarhring að nýyrðið varð til sem skammaryrði og þessi auglýsing var birt þar sem merkinging er jákvæð eða „samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun“ eins og stendur um þetta „óstaðfesta nýyrði“ í Íslensku nútímamálsorðabókinni.

Forsaga málsins er sú að Sindri Sindrason tók formann Samtaka um líkamsvirðingu, Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, í viðtal í kvöldfréttum Stöðvar 2 6. mars 2017 vegna ráðstefnunnar Truflandi tilvist. Í viðtalinu segir Tara við Sindra að hann geti ekki sett sig í þeirra spor. því hann tilheyrði ekki minnihlutahópum. Sindri sagði það alrangt því hann tilheyrði nokkrum minnihlutahópum. Hann væri til dæmis samkynhneigður og ætti ættleitt barn. Og þar að auki væri hann í ástarsambandi við útlending, eða hálfútlenskan mann.

Viðbrögðin voru með ýmsu móti eins og t.d. þessar fyrirsagnir segja til um:

Hild­ur Lilliendahl læt­ur Sindra heyra það er fyrirsögn á mbl.is þar sem fjallað er um Facebook færslu Hildar þar sem hún slær fram þessu nýyrði í fyrsta skipti. Þar má einnig sjá umfjöllunina um ráðstefnuna og samskipti Sindra og Töru.

 

Tilsvar Sindra veldur usla: Aumingja kúgaði hvíti ófatlaði epalhomminn - Vigdís Hauks lýsir yfir ást sinni

Sindri stakk upp í viðmælanda í beinni: „Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt“

Epalhomminn, fitubollan og okkar innra tröll

Sauð upp úr í sjónvarpssal: Sagði homma sem á litað ættleitt barn og er giftur útlendingi ekki vera í jaðarhópi

Viðtal Sindra við Töru leggur internetið á hliðina: „Ég er hommi, ég á litað barn, það er ættleitt“

Freyja segir Sindra hafa beitt Töru ofbeldi: „Ömurlegt að horfa á það.“

Valið á orði ársins er samvinnuverkefni Ríkisútvarpsins, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Mímis, félags stúdenta í íslensku og málvísindum við Háskóla Íslands. 

Auglýsingin er frá Brandenburg: Á myndinni má sjá Guðfinn Sigurvinsson, Símon Ormarsson, Svavar Örn, Friðrik Ómar Hjörleifsson, Bergþór Pálsson og Albert Eiríksson. Mynd/Ari Magg

 

Tengdar greinar

Nýlegar greinar