Epalhommi klýfur þjóðfélagið

Epalhommi klýfur þjóðfélagið

Ráðstefnan Truflandi tilvist fékk ítrarlega umfjöllun á Stöð 2 en hefur svolítið gleymst í umræðunni. Ráðstefnan var haldin í samvinnu Samtakanna '78, Trans Íslands og Tabú og styrkt af Velferðarráðuneytinu. „Gott tækifæri til að stækka tengslanet sitt og vinna að samstöðu jaðarsettra hópa“ segir í kynningunni en miðað við umræðurnar sem spunnust upp í framhaldinu virðist hún hafa haft þveröfug áhrif út á við.

Í fyrri grein hér um Epalhommann eru tengingar á óvægna gagnrýni frá minnihlutahópunum sem stóðu að ráðstefnunni á hinn svokallaða Epalhomma. Það gekk svo langt að aðstandendur ráðstefnunnar sendu frá sér tilkynningu 7. mars 2017 sem má lesa hér: Sindri sagður sýna jaðarhópum skilningsleysi

Þegar hann velti upp spurningunni „eru ekki fordómar soldið bara inni í okkur sjálfum“ var hann sakaður um að hafa ekki „upplifað að hafa verið í jaðarhópi og upplifað fordómana í raun og veru til að kannski skilja og þetta og…“

Eins og áður hefur komið fram var þetta innlegg Hildar Lilliendhal í umræðuna:
„Jaðarsetningin á Sindra Sindrasyni ætlar bara ekki að stoppa. Allar fiðlurnar og öll kertin fyrir hann. Mér er skapi næst að kveikja í hárinu á mér fyrir aumingja kúgaða hvíta ófatlaða epalhommann með alla sjónvarpsþættina."

Baldur Þórhallson birti stutta hugleiðingu á facebook vegg sínum 5. janúar og aftur spunnust upp miklar umræður og blönduðu sér í umræðurnar margir sem höfðu tjáð sig í umræðunum í mars. Best er kannski að lesa þær eins og þær koma fyrir á vegg Baldurs en fjölmiðlar gerðu sér mat úr athugasemdunum á facebook að vanda og þetta voru nokkrar af fyrirsögnunum:

Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins
Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins

Visir.is: Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins

 

Epalhommi klýfur þjóðfélagið: „Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins?“
Epalhommi klýfur þjóðfélagið: „Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins?“

dv.is: Epalhommi klýfur þjóðfélagið: „Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins?“

 

Eurovision-Reynir segir Hildi til syndanna vegna orð ársins: „Hommar mega ekki segja hvernig þeir skilja orðið“
Eurovision-Reynir segir Hildi til syndanna vegna orð ársins: „Hommar mega ekki segja hvernig þeir skilja orðið“

dv.is: Eurovision-Reynir segir Hildi til syndanna vegna orð ársins: „Hommar mega ekki segja hvernig þeir skilja orðið“

Við endurbirtum færslu Baldurs hér fyrir neðan og svar hans daginn eftir þar sem hann minnir á af hverju umræðan sé mikilvæg „vegna þess að margir ungir menn eru enn að berjast við sjálfa sig og sína sjálfsmynd og eiga í erfiðleikum með að koma út úr skápnum. Niðurstöður rannsókna um allan hinn vestræna heim sýna að ungir hommar eiga mun erfiðara uppdráttar en gagnkynhneigðir kynbræður þeirra. Þeir falla frekar úr námi og verða fíklar, eru oftar með sjálfsvígshugsanir, reyna oftar sjálfsvíg og fremja oftar sjálfsvíg.“ Sem sagt vegna fordóma sem eru „soldið bara inni í okkur sjálfum“, eins og Sindri orðaði það.

 

„Má Baldur, sem er háskólahommi, kalla Hildi nettröll?“
„Má Baldur, sem er háskólahommi, kalla Hildi nettröll?“

dv.is: „Má Baldur, sem er háskólahommi, kalla Hildi nettröll?“

 

Þegar minnihlutahópum lístur saman

Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður á Vísi mætti í spjall í Harmageddon og ræddi Epalhommamálið í stærra samhengi:

„Það er svo afhjúpandi þegar minnihlutahópum lístur saman, við þurfum að hafa í huga hvað áður hefur á gengið, Sindri Sindrason var að tala viðtal við Töru Vilhjálmsdóttur sem er formaður Samtaka um líkamsvirðingu. Þetta snýst ekkert um hvað var sagt heldur hver segir hvað við hvern. Hildur vill meina það að Sindri þyrfti að gerbreyta öllu sínu tala vegna þess að hann væri í einhverri yfirburðastöðu gagnvart Töru. Þarna er strax kominn mikill misskilningur. Sindri er ekki að rökræða við Töru, hann er að taka við hana viðtal og gerir það sem að blaðamenn eiga að gera, spyrja gagnrýnna spurninga,“ segir Jakob og bætir við: „Hann sem hommi, er hann í yfirburðastöðu gagnvart feitum konum? Hvor hópurinn er stærri? Hvernig eigum við að nálgast þetta?“

Harmageddon - Forheimska á vængjum rétttrúnaðarins
Harmageddon - Forheimska á vængjum rétttrúnaðarins

Viðtalið má hlusta á hér: Harmageddon - Forheimska á vængjum rétttrúnaðarins

 

Epalhommi! Orð ársins 2017?

Hér er upphafleg færsla Baldurs Þórhallssonar á facebook:

Stutt hugleiðing til gamans og í alvöru um val á orði ársins:

Orðið Epalhommi var fyrst notað sem fúkyrði um homma af einu helsta nettrölli landsmanna. Níðið bitnaði líka á Epal sem reyni að snúa neikvæðri umfjöllun yfir í jákvæða með því að birta mynd af sex þekktum hommum í verslun sinni. Mörgum fannst fyrirtækinu hafa vel tekist til og RÚV fullyrðir að merkinu orðsins hafi verið snúið við. Epalhommi er sagt merkja ,,samkynhneigður karlmaður sem hefur áhuga á vandaðri hönnun“ samkvæmt íslenskri nútímaorðabók á gáttinni malið.is.

Allt málið hafði líka visst skemmtigildi á sínum tíma. Hins vegar verður ekki fram hjá því litið að orðið EPALHOMMI ýtir undir staðalímyndir um homma. HOMMAR eru auðvitað bara þeir sem hafa áhuga á VANDAÐRI hönnun. Þeir eru jaðarsettir og engin ástæða er til að taka mark á þeim! Gagnkynhneigðir karlar hafa EKKI áhuga á VANDAÐRI hönnum. Þeir eru aðal og tala skýrt og skorinort! Það eru helstu og virtustu stofnanir landsins (RÚV, Stofnun Árna Magnússonar og Mímir, félag stúdenta í íslensku og almennum málvísindum við HÍ) sem standa að valinu á orði ársins og ýta með þessu undir staðalímyndir um homma. Þær verðlauna fúkyrðið með því að tilkynna valið þegar menningarviðurkenningar RÚV voru veittar við hátíðlega athöfn í Útvarpshúsinu.

Ég er viss um valið er gert í góðri trú og að þessar stofnanir hafi talið sig vera að gera gott með því að velja þetta orð sem eitt af þeim tíu orðum sem almenningur mátti velja úr og kjósa um í netkosningu á RUV.is. Og auðvitað gera þessar stofnanir ekki annað en að endurspegla staðalímynd nettröllsins, kjósendahópsins og Epals um homma. –

Við þetta má síðan bæta til gamans og í alvöru að það hljóta að vera gagnkynhneigðir karlar sem eru með HRÚTSKÝRINGAR en það orð var valið orð ársins árið 2016 – enda eru samkynhneigðir karlar bara að hugsa um VANDAÐA HÖNNUN. – Og hver ætli að viðbrögðin hefðu verið ef svona orð um gagnkynheigðar konur eða lesbíur hefðu orðið fyrir valinu hjá þessum ágætu stofnunum? – Hefðu til dæmis orðið trukkalessa eða ljóska geta orðið orð ársins 2017? - En auðvitað hefur maður líka bara gaman af þessu öllu saman ... en þessar hugleiðingar skutu eigi að síður upp kollinum og ég ætla bara að láta þær flakka. 
Sjá til fróðleiks http://ruv.is/frett/epalhommi-er-ord-arsins-2017

 

 

Hvers vegna er umræða um Epalhommann mikilvæg?

Eftir mestu umræðurnar birti Baldur aðra færslu á facebook:

Hún er mikilvægt vegna þess að margir ungir menn eru enn að berjast við sjálfa sig og sína sjálfsmynd og eiga í erfiðleikum með að koma út úr skápnum. Niðurstöður rannsókna um allan hinn vestræna heim sýna að ungir hommar eiga mun erfiðara uppdráttar en gagnkynhneigðir kynbræður þeirra. Þeir falla frekar úr námi og verða fíklar, eru oftar með sjálfsvígshugsanir, reyna oftar sjálfsvíg og fremja oftar sjálfsvíg. Þetta eru sorglegar staðreyndir og eru afleiðingar þess að sjálfsmynd okkar er mótuð af gagnkynhneigðu samfélagi - hinu gagnkynhneiða rými sem yfirgnæfir öll önnur rými nútímasamfélagsins.

Réttindabarátta samkynheigðra, kvenna og blökkumanna, og margra annara hópa, hefur vissulega slakað á ægivaldi hins staðlaða gagnkynhneigða samfélags á okkur öllum en það er enn langt í land að hommar og lesbíur, svo ekki sé nú talað um aðra hópa hinsegin samfélagsins, geti á auðveldan hátt gengið hnarreist úr föðurhúsum með sterka sjálfsmynd.

Okkar annars ágæta samfélag er enn fast í staðalímyndum um homma – svo að við höldum okkur bara við umræðuna um Epalhommann. Mörgum hommum vantar enn fyrirmyndir. Það er enginn tilviljun að fáir atvinnumenn í hópíþróttum, sjómenn, bændur, iðnaðarmenn, bifvélavirkjar og vörubílstjórar koma út úr skáðnum. Það er því miður enn nokkuð um það að orðið hommi sé notað sem skammaryrði þegar gera á lítið úr karlmanni og þá er oft látið í veðri vaka að hann hafi ekki sömu burði til að láta til sín taka eins og gagnkynhneigður karl.

Það er gott að sumir hommar finna sig í Epalhommanum en hann er ekki allra. Það að uppnefna homma og draga þá í dilka á grundvelli gamaldags hugmynda um að hommar séu sérstakir fagurkerar elur á staðalímyndum. Það vinnur að mínu mati á móti áralangri réttindabaráttu samkynheiðgra um að standa jafnfætis gagnkynheigðum í starfi og leik. Það hefði að minnsta kosti verið sagt að kvenréttindabaráttunni væri að fara aftur ef RÚV og Stofnun Árna Magnússonar hefði valið orðið LJÓSKA til að vera eitt þeirra orða sem almenningi væri gefinn kostur á að velja sem orð ársins. 

- Umræðan um Epalhommann fjallar EKKI um það hvort að einhverjir útvaldir hafi forréttindi enda orðið sett fram til þess að jaðarsetja. Umræðan fjallar EKKI heldur um það hvort að orðið hafi skemmtigildi enda var það ekki sett fram til gamans. Auglýsing Epal breytti hins vegar skilgreiningunni á orðinu á skemmtilegan hátt þannig að í dag er það skilgreint samkvæmt orðabók á allt annan hátt en það var hugsað í upphafi. Epal féll aftur á móti í gryfju staðalímynda þó ef til vill sé ekki við öðru að búast en að fyrirtækið og ofangreindar stofananir endurspegli samfélagið. 

- Að lokum við ég þakka öllum fyrir góðar og málefnalegar umræður hér á síðunni um orðið Epalhommi. Vonandi skilar hún okkur betra samfélagi þar sem ungir karlmenn – hvernig sem þeir eru og hvernig sem þeir skilgreina sig – eiga auðveldara með að fóta sig og styrkja sjálfsmynd sína.

 

Auglýsingastofan ánægð

Hönnunar– og auglýsinga­stofan Brandenburg er að vonum ánægð með árangur einnar auglýsingar án orða sem aðeins var keypt birting á einu sinni:

Fögnum glæsileikanum
Dag einn í marsmánuði fór orðið epalhommi skyndilega á flug þegar það var notað í fremur neikvæðri merkingu í umræðu á netinu. Í heimi markaðsmálanna þarf að bregðast skjótt við og það gerðum við svo sannarlega. Við höfðum samdægurs samband við vini okkar hjá Epal með hugmynd um að snúa umræðunni við og breyta skammaryrði í hrós.

Epal var til í slaginn og sömuleiðis þau sex glæsimenni sem við fengum með okkur í lið. Sama dag og hugmyndin fæðist vorum við mætt í Epal til að skjóta ljósmyndina og um kvöldið var auglýsingin send til birtingar. Viðtökurnar létu ekki á sér standa en auglýsingin fór eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla enda var henni lekið á netið aðeins nokkrum mínútum eftir að hún var send frá okkur. Morguninn eftir höfðu því flestir landsmenn séð hana fyrir fyrstu og einu keyptu birtinguna.

Myndir frá tengdum fréttum