Humpday hittingur hressir upp á félagslífið

Humpday hittingur hressir upp á félagslífið

Mánaðarlega hittast hommar og njóta félagsskapar hvers annars á viðburði sem nefnist Hump Day Social eða mið-vikudags hittingur. 21. febrúar stendur til að hittast á barnum á Hverfisgötu 12 milli 19-22.

Þessir viðburðir hafa sannarlega verið skemmtileg nýbreytni í félagslífinu og vel sóttir af fjölbreyttum hópi á öllum aldri og með mismunandi bakgrunn. Það eru allir opnir fyrir að kynnast nýju fólki þarna svo það er ekkert mál að koma einn þó þú þekkir ekki neinn.

Það eru þeir Todd Kulczyk og Andres Pelaez sem komu með þennan skemmtilega sið til landsins og skipuleggja viðburðina.

Mánaðarlega velja þeir nýjan stað og kynna staðsetninguna í lokuðu Facebook grúppunni: The Hump Day Social og opnu grúppunni Hommaspjallið.

21. mars stendur til að hittast á Mikkeller & Friends á Hverfisgötu 12.

18. apríl stendur til að hittast á Jacobsen Loftið, Austurstræti 9, 2. hæð.