Verið velkomin á Hump Day Social-kvöldið miðvikudaginn 27. ágúst. Í tilefni Reykjavík Bear sem hefst daginn eftir er þetta kvöld tileinkað böngsum og þeim sem þá fíla hvort sem þeir eru búsettir á landinu eða eru hluti af fyrstu gestum Reykjavík Bear 2025. Það verða happy hour verð á bjór og vínum, ljúffengum kokteilum og þú mátt eiga von á þeirri kósý, jákvæðu stemningu sem gerir Humpday hittingana einstaka og klárlega bestu miðvikudaga hverst mánaðar.
Komdu, lyftu glasi, kynnstu nýju fólki og hitum upp fyrir Reykjavík Bear 2025.
Dagsetning: Miðvikudagur 27. ágúst 2025
Tími: 19:00–22:00
Staðsetning: Bryggjuhúsið, Vesturgötu 2, 101 Reykajvík
Aldur: 20+
Nánar: https://www.facebook.com/events/1288620449336844/?active_tab=about
Um viðburðina:
The Hump Day Social er mánaðarlegur viðburður fyrir samkynhneigða karlmenn (20+) til að hittast og eiga notalega stund í samfélaginu. Við hittumst einn miðvikudag í mánuði kl. 19:00–22:00. Staðsetning breytist milli mánaða og er birt á Facebook-síðu viðburðarins. Bar mánaðarins vinnur með okkur hverju sinni að því að bjóða happy hour verð og sér valinn kokteil kvöldsins. Hópurinn er fyrir flesta hvort sem þeir eru edrú og drykkjumenn, einhleypir eða í sambandi (opnu eða lokuðu), hann er poly-friendly, BDSM-friendly — þú þarft bara að skilgreina þig sem gay og mæta með góða skapið.