RVKBear! Meira en bara partí!!

RVKBear! Meira en bara partí!!

RVKBear sker sig úr frá öðrum bjarnahátíðum,  hún er sérsniðin með sérstökum upplifunum fyrir gestina. Hvort sem þú liggur í frægustu baðlónum landsins, skoðar Gullna hringinn eða dansar fram á nótt í goðsagnakenndum Reykjavik Bear-partíum, þá er hver stund hönnuð til að skapa tengsl, ævintýri og hreina bjarnagleði.

Upp úr goðsagnakenndum anda forvera hátíðarinnar Bears on Ice varð RVKBear til árið 2019 þökk sé eldmóði og dugnaði hóps sjálfboðaliða sem vildu halda hátíðinni áfram. Í hjarta Reykjavíkur hófst nýr kafli með stofnun Bangsafélagsins (Bears of Iceland), óhaganaðardrifinna félagasamtaka sem hafa það að markmiði að rækta og efla bjarnasamfélagið á Íslandi.

Í ár er tveim áföngum fagnað, RVKBear er haldið í fimmta skiptið og það eru 20 ár frá því að birnirnir söfnuðust saman á fyrstu Bears on Ice-hátíðina. Frá litlum en öflugum upphafspunkti hefur RVKBear vaxið úr því að taka á móti 25 erlendum gestum árið 2021 í að hýsa yfir 120 þátttakendur árið 2024. Uppgangurinn endurspeglar þann hlýleika, jafnræði og ógleymanlegu upplifanir sem einkenna viðburðinn.

RVKBear var tilnefnt sem Best Bear Event 2024 hjá Bear World Magazine Awards! Þessi viðurkenning endurspeglar hjartað og sálina sem samfélagið leggur í hátíðina ár hvert.

Viðburðurinn þróast áfram og nú verður prófað svolítið nýtt og spennandi—Mr. Reykjavík Bear! Í tilefni af fimm ára afmælinu verður valinn fyrsti Mr. Reykjavík Bear.

Titilhafinn Mr. Reykjavík Bear mun eiga fulltrúa­hlutverk fyrir bjarnasamfélag okkar á viðburðum hér á Íslandi og með þátttöku í öðrum bjarnaviðburðum víðs vegar um heiminn á titilárinu 2025–2026.

RVKBear er orðinn alþjóðlegur vettvangur þar sem birnir alls staðar að úr heiminum kynnast og mynda varanleg vináttubönd, fagna samfélaginu og upplifa töfra Íslands.

 

Opnunar partí

Kvöldið hefst í Petersen svítunni glæsilegu, Ingólfsstræti 2a, með stórkostlegu útsýni, fullkomin fyrir fyrstu kynni af líflegu næturlífi Reykjavíkur. Opnunar partíið er kjörið tækifæri til að hitta aðra birni, húna og aðdáendur þeirra alls staðar að úr heiminum. Húsið opnar kl. 20:00—mættu snemma, náðu þér í drykk og leyfðu góðu stemningunni að rúlla!

 

Top-Off! partí

Í ár fer Top-Off! fram á Kiki Queer Bar—kvöld fullt af dansi, daðri og berum efri hlutum! Allir eru hvattir til að fara úr að ofan og dansa tónlistinni, það er DJ Mighty Bear sem stýrir stemningunni.

 

Mr. Reykjavík Bear 2025

Þetta er meira en keppni; þetta er kvöld tileinkað bjarnamenningu, sköpunargáfunni og samfélagi sem þú vilt ekki missa af. Búðu þig undir að hvetja, urra og fagna sem aldrei fyrr! Viðburðurinn er í höndum hinnar einu sönnu Faye Knús, bjarna-elskandi dragdrottningar Reykjavíkur, og hins stórkostlega Broody Valentino frá New York, sem heldur þér hugföngnum alla nóttina með karisma og fjöri. Og það væri ekki sannkallaður bjarnaviðburður án glæsilegs dansatriðis. Jeffre Scott hannar atriðið þar sem fram koma sumir af heitustu bjarnadönsurum Reykjavíkur. Eftir keppnina heldur partíið áfram fram á nótt!

Staðsetning: LEMMY – Austurstræti 20. Húsið opnar kl. 19:00 og er opið til miðnættis.

 

Allar upplýsingar má finna á reykjavikbear.is — skoðaðu partíin, frambjóðendur og myndir frá fyrri viðburðum.

 

Hér er myndband sem sýnir RVKBEAR 2024.

Tengdar greinar