Reykjavík Bear - árleg hátíð síðan 2005

Reykjavík Bear - árleg hátíð síðan 2005

Reykjavík Bear er árlegur viðburður sem byrjaði 2005 undir nafninu Bears on Ice en breytti um nafn 2020 þegar stofnað var sérstakt félag um reksturinn. Reykjavík Bear stendur yfir helgina 31. ágúst til 3. september í ár og von er á um eða yfir 100 erlendum gestum sem koma til að kynnast landi og þjóð, eignast nýja vini og skemmta sér! Þetta hefur verið einn af þremur stærstu árlegu viðburðum á íslensku senunni um árabil.

Þrjú kvöld í röð verða guys only party og líklega líka á miðvikudeginum þegar þeim sem koma snemma gefst kostur á að koma á Humpday Social hitting.

Öll kvöldin eru opin gestum jafnt sem þáttakendum RVK BEAR. Miðvikudag og fimmtudag er frítt inn, engin dagskrá bara menn að spjalla og kynnast.

Á föstudags og laugardagskvöld höldum við partý fyrir gestina og bjóðum ykkur sem hér búa, mönnum af öllum stærðum og gerðum, óháð vaxtarlagi og hárvexti, að koma og skemmta sér með okkur. Einu kröfurnar eru að gestir séu opnir fyrir fjölbreyttum líkömum og hvers konar líkamsskömm er með öllu óvelkomin. Þetta er viðburður ætlaður öllum hinsegin gaurum fyrst og fremst hvort sem þeir skilgreina sig gay, bi, cís, trans eða kynsegin,

En þetta er ekki bara djamm, á föstudeginum fara gestirnir Gullna hringinn, í Bláa Lónið laugardag og á sunnudagsmorgun kveðjum gestina með brunch. Margir dvelja lengur á landinu svo í ár er valkvætt fyrir þá sem verða enn á landinu sunnudags eftirmiðdag að koma með okkur í Sky Lagoon.  Viðburðurinn er alltaf haldinn í byrjun september sömu helgi og Labor Day Weekend er í Bandaríkjunum.

Fylgist með þeim á Facebook, Instagram og á heimasíðunni þeirra: Reykjavík Bear

Hér eru svipmyndir frá Reykjavík Bear 2021:

Nýlegar greinar