Hið árlega LOKI October Heat Party fer fram á KIKI laugardagskvöldið 18. október. Húsið opnar klukkan 21 og sýningin hefst klukkan 22:30.
Á sviðið stígur meðal annarra okkar eigin KIKI-díva Faye Knús ásamt Whoop Whoop, sem margir þekkja úr vinsælum brunch-viðburðum í Reykjavík.
DJ BISCUIT TMFS, sem snýr aftur til LOKA frá Berlín og sér um tónlistina ásamt FEAR N LOVE sem er nýtt og spennandi nafn á íslensku DJ-senunni.
Aðgangsmiðar eru eingöngu seldir við dyrnar og er tekið við bæði reiðufé og kortum. Verðið er 2.900 krónur á einstakling og fyrir fyrstu gestina bíða litlar gjafir í boði losti.is—sleipiefni og smokkar. KIKI og skipuleggjendur kynna einnig sérstaka LOKI-kokteila sem einungis verða í boði þetta kvöld.
Aldurstakmark er 20 ár. Húsnæðið er því miður ekki aðgengilegt fyrir hjólastóla. Fatahengi er í boði á ábyrgð gesta. Klæðnaður má vera frjálslegur og djarfur, til dæmis ber að ofan, jockstrap eða beisli en ekki nauðsynlegt — því djarfara, því skemmtilegra. Það stefnir í heita og litríka stemningu í hjarta borgarinnar þar sem drag, dans og góð tónlist ráða ríkjum fram á nótt.
LOKI er félagsskapur hinsegin karla og kvára.
Nánari upplýsingar á Facebook viðburðinum: www.facebook.com/events/783314624082550