Bangsafélagið heldur Bangsabingó með Faye Knús og Mr. Reykjavík Bear sjálfum, Jóhann Örn!
Húsið opnar kl. 18:30 og bingóið hefst kl.19:00! Passið að mæta snemma til að ná í drykk og gott sæti!
Grípum bingóspjöldin og missum okkur í bingóstuði með góðum bangsavinum og Bingóstjórunum sem bíða spennt eftir að leika sér að bingó kúlunum okkar!
Spjaldið kostar 1.000 kr. og rennur ágóðinn óskert til bangsamálefna Félagar í Bangsafélaginu fá eitt auka bingóspjald frítt með fyrsta kaup! Allur ágóði rennur til Bangsasamfélagsins og að hjálpa Herra Reykjavík Bear að kynna okkur á bangsaviðburðum um alla Evrópu.
Heildarvirði vinninga er yfir 400.000 krónur!
Öll eru velkomin, sama hver það er og á meðan pláss leyfir. Við viljum bara hafa gaman saman, svo mættu með vinina í partýið!
Aðalfundur Bangsafélagsins verður haldinn fyrr um daginn eða kl.16:00 í sal Samtakanna ‘78, Suðurgötu 3 og er ætlaður félögum Bangsafélagsins. Hægt er að gerast félagi á staðnum!
Sjáumst í bingó stuði!
Nánari upplýsingar á Facebook viðburðinum: www.facebook.com/events/591175997350299